English

Við blöndum saman ýmsum nuddtegundum. Hér að neðan eru útskýringar á nokkrum þeirra.

Klassískt heilsunudd

Fjölbreyttar strokur sem mýkja og slaka á stífum og spenntum vöðvum. Nudd sem kemur betri hreyfingu á blóðflæði líkamans og eykur losun úrgangsefna.


Slökunarnudd

Sérlega þægilegt og afslappandi nudd sem dregur úr andlegri og líkamlegri spennu. Slökun er öllum mjög mikilvæg en er allt of oft vanmetin.


Þrýstipunktanudd

Við notum nokkrar tegundir af strokum en notum mikinn þrýsting á tiltekna staði þar sem eru „hnútar“ í vöðvunum. Nuddþeginn finnur oftast til þegar þrýstingi er beitt á þessa staði og oft „ferðast“ verkurinn á annan stað í líkamann.


Svæðanudd

Iljarnar eru spegill líkamans. Nudduð eru viðbragðssvæði fóta en samkvæmt aldagamalli kínverskri speki hefur hvert líffæri viðbragðspunkt á iljum. Við notum svæðanuddið oft með í okkar meðferðum en bjóðum ekki upp á sérstaka svæðanuddtíma.


Svæðameðferð og viðbragðsmeðferð

Í boði eru sérstakir svæðameðferðartímar þar sem orkubrautir eru einnig meðhöndlaðar. Viðbragðssvæði ilja og handa eru meðhöndluð ásamt punktum á orkubrautum. Með svæðameðferð kemstu í djúpslökun þar sem líkaminn vinnur einstaklega vel að viðgerðarstarfi.


Partanudd - 30 mín

Hefðbundið nudd þar sem áhersla er lögð á ákveðna hluta líkamans. (30 mín).

Svæðameðferð er jafnframt í boði í 30 mín.